09/01/2025

Framlög úr Jöfnunarsjóði

Félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2006. Strandabyggð fær úr þessum potti tæpa 8,5 milljónir, Kaldrananeshreppur tæpar 1,9 milljónir og Bæjarhreppur tæpar 4,6 milljónir. Einnig hefur verið samþykkt tillaga um úthlutun framlags til sveitarfélaga vegna tekjutaps sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2006. Fær Strandabyggð framlag þar að upphæð rúmar 13 milljónir, Bæjarhreppur rúmar 1,6 milljónir, Kaldrananeshreppur tæpar 2,9 milljónir og Árneshreppur tæpar 3,4 milljónir.