22/12/2024

Framkvæmdir við byggingar að hefjast á Hólmavík

Haraldur mælir fyrir nýju húsiStarfsmenn Trésmiðjunnar Höfða voru í morgun að mæla fyrir tveimur nýjum húsum við Höfðatún á Hólmavík sem eiga að rísa í haust. Um er að ræða fjórar þriggja herbergja 147 m2 íbúðir með bílskúr. Að sögn Haraldar V.A. Jónssonar húsasmíðameistara koma húsin um mánaðarmótin ágúst – september, en það eru einingahús sem koma frá Eistlandi. "Það er nokkuð um liðið síðan byggt var íbúðarhús á Hólmavík," segir Haraldur, "það eru líklega liðin um það bil átta eða níu ár, en þá byggði Valdemar Guðmundsson íbúðarhús sitt við Austurtún."

Stofnað hefur verið félag um byggingu húsanna sem eiga að rísa við Höfðatún þar sem koma að Trésmiðan Höfði, Sparisjóður Strandamanna, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Hólmadrangur. Tilgangur félagsins er að byggja íbúðir á Hólmavík til sölu eða leigu.


Starfsmenn Trésmiðunnar Höfða við mælingar


Húsin munu rísa á þessum reit, rétt við verslun Kaupfélagsins.

Ljósm.: Sigurður Atlason