Framkvæmdir standa nú yfir á Skeiði á Hólmavík, en þar á að koma bensínstöð frá ÓB. Lóðin sem úthlutað hefur verið undir stöðina er við veginn inn í þorpið, framan við höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Hólmavík. Um er að ræða sjálfsafgreiðslustöð, en stöðvar ÓB eru reknar af Olíuverzlun Íslands hf. Fyrir á Hólmavík er bensínstöð N1 sem er rekin er í samvinnu við Kaupfélag Steingrímsfjarðar. Þegar ljósmyndari strandir.is leit við í dag voru framkvæmdir í fullum gangi.
Bensínstöð væntanleg á Skeiði á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson