Núna standa yfir framkvæmdir við Steinhúsið á Hólmavík en nú er verið að múra og einanangra að húsið að utan. Hingað eru komnir tveir múrarar frá Ísafirði sem að vinna með starfsmönnum Höfða og Sævari Benediktssyni við verkefnið. Steinhúsið var byggt árið 1911 og er 100 ára í ár og elsta steinsteypta húsið á Hólmavík. Yfirsmiður þess var Jón Guðmundsson í Tungugröf og var það byggt fyrir Kollfirðinginn Guðjón Brynjólfsson. Þess má til gamans geta að á þeim tíma kostaði sementstunnan 7 krónur, samkvæmt Hólmavíkurbók Óla E. Björnssonar. Núna er rekin ferðaþjónusta í Steinhúsinu, vefur ferðaþjónustunnar er www.steinhusid.is.
Framkvæmdir við Steinhúsið – ljósm. Dagrún Ósk