25/11/2024

Framkvæmdir á Gjögurflugvelli í sumar


Ríkiskaup hafa fyrir hönd Isavia ohf. óskað eftir tilboðum í klæðningu flugbrautarinnar á Gjögurflugvelli á árinu 2013. Á vefnum rikiskaup.is kemur fram að verkið felst í að fjarlægja núverandi malarslitlag og leggja efra burðarlag og klæðingu á flugbraut, flughlað og snúningshausa við enda flugbrautar á flugvellinum að Gjögri. Einnig verður klæðning á flughlaði endurbætt. Skal lagningu klæðingar vera lokið fyrir 12. september 2013 og verki að fullu lokið 1. október 2013.

Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum á vef Ríkiskaupa. Tilboð verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska 11. júní 2013.

Helstu verkþættir og magntölur eru:
Klæðing 25.000 fermetrar
Efra burðarlag 4.000 rúmmetrar
Neðra burðarlag 1.500 rúmmetrar