22/11/2024

Framkvæmdir á Gjögurflugvelli á næsta ári

580-gjogur3

Samkvæmt nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi verða nokkrar framkvæmdir á Gjögurflugvelli á árinu 2015. Á fjárlagaliðnum Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta er ráðstafað 500 milljónum og tekin fram ýmis verkefni sem sinna á. Þar á meðal er endurnýjun flugleiðsögubúnaðar á flugvellinum á Gjögri og sömuleiðis endurnýjun rafbúnaðar og rafkerfis. Þá er fyrirhugað að leggja klæðningu á flugvöllinn á árinu. Það verk var boðið út árið 2013, en þá var hætt við, verkefninu frestað og öllum tilboðum hafnað. Í verklýsingu þá var nefnt að fjarlægja núverandi malarslitlag og leggja efra burðarlag og klæðingu á flugbraut, flughlað og snúningshausa við enda flugbrautar. Mjög mikil og uppsöfnuð þörf hefur lengi verið á viðhaldi á flugvellinum á Gjögri.