Það er nokkur framkvæmdahugur í Hólmvíkingum nú í góða veðrinu í desember. Þegar fréttaritari fór um bæinn í gær var verið að undirbúa steypuvinnu við Galdrasafnið, en þar á að rísa dálítil viðbygging, nýr inngangur við endann á austurhúsinu. Um leið er bætt við bílastæðum og veitir ekki af, að Galdrasafninu er stöðugur straumur gesta allt árið um kring. Verið er að skipta um hurðir á Hólmavíkurkirkju og framkvæmdir utandyra við viðbyggingu við Leikskólann Lækjarbrekku eru langt komnar, aðeins eftir að setja þakglugga og túður. Unnið er að framkvæmdum við Hafnarbraut 22 sem hefur heldur betur breytt um svip frá því að fréttir bárust um nýjan eiganda um þetta leyti fyrir ári.
Framkvæmdir á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson