Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor var samþykktur í gær á kjördæmisþingi á Reykjum í Hrútafirði. Kristinn H Gunnarsson alþingismaður og Inga Ósk Jónsdóttir á Akranesi, sem lentu í 3. og 5. sæti í prófkjöri fyrr í vetur, höfnuðu því að taka sæti á listanum. Óljóst er hvaða ákvörðun Kristinn H. Gunnarsson tekur um pólitíska framtíð sína. Áður hafa Samfylking og Sjálfstæðisflokkur birt sína lista í kjördæminu.
Framboðslistinn er svohljóðandi:
1. Magnús Stefánsson, Snæfellsbæ
2. Herdís Sæmundardóttir, Skagafirði
3. Valdimar Sigurjónsson, Borgarbyggð
4. Svanlaug Guðnadóttir, Ísafjarðarbæ
5. Margrét Þóra Jónsdóttir, Akranesi
6. Helga Kristín Gestsdóttir, Blönduósbæ
7. Heiðar Þór Gunnarsson, Bæjarhreppi
8. Kolbrún Indriðadóttir, Húnaþingi vestra
9. Guðbrandur Ólafsson, Dalabyggð
10. Elínborg Hilmarsdóttir, Skagafirði
11. Sveinn Bernódusson, Bolungarvík.
12. Axel Kárason, Skagafirði
13. Svava H. Friðgeirsdóttir, Kaldrananeshreppi
14. Sigurður Þorvaldsson, Stykkishólmi
15. Bjarki Þór Aðalsteinsson, Akranesi
16. Jóhann Hannibalsson, Bolungarvík
17. Stefán Guðmundsson, Skagafirði
18. Ingibjörg Pálmadóttir, Akranesi