Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi í dag laugardaginn 8. maí 2010. Öllum framboðslistum skal skilað með nauðsynlegum fylgigögnum til yfirkjörstjórna allra sveitarfélaga í landinu eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar þrjár vikur eru til kjördags, þ.e. þann 8. maí. Yfirkjörstjórn Strandabyggðar tekur á móti framboðslistum í Félagsheimilinu á Hólmavík fram til hádegis í dag eins og lög kveða á um. Fréttaritara er ekki kunnugt hvar yfirkjörstjórn er til húsa í öðrum sveitarfélögum á Ströndum. Leiðbeiningar um hvernig standa skuli að framboði er að finna hér.