22/12/2024

Fræðslustjóri Strandabyggðar segir upp samningi

skolasetning1

Á vef Strandabyggðar kemur fram að Guðjón E. Ólafsson fræðslustjóri hefur sagt upp samningi sínum við Strandabyggð frá og með 1. nóvember. Síðastliðið ár hefur hann veitt sveitarfélaginu og skólastofnunum stuðning og ráðgjöf. Meðal verkefna má nefna undirbúning og útgáfu Skólastefnu Strandabyggðar sem kom út við setningu Grunnskólans á Hólmavík í haust. Jafnframt leiddi Guðjón þróunarverkefnið Ferðin með starfsmönnum Leikskólans Lækjarbrekku, auk fjölda annarra verkefna fyrir sveitarfélagið. Strandabyggð óskar Guðjóni velfarnaðar og þakkar fyrir vel unnin störf. Meðfylgjandi mynd er frá skólasetningu í haust.