22/11/2024

Fræðslumiðstöð Vestfjarða leitar að kennurum

580-fagnamskeid

Nú þegar vetrarstarfið er að hefjast hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða leitar miðstöðin eftir áhugasömu fólki til kennslu á ýmsum sviðum, bæði á námskeiðum og lengri námsleiðum. Óskað er eftir fólki með margþætta reynslu og menntun. Kennslan er stundakennsla og fer aðallega fram seinni part og á kvöldin á virkum dögum bæði í staðnámi og fjarnámi. Leitað er að fólki sem gæti t.d. kennt ensku, dönsku, stærðfræði, tölvur og annast kennslu hjá fólki með fötlun. Fræðslumiðstöðin er einnig opin fyrir hugmyndum um námskeið af margvíslegum toga svo ef fólk með fyrirlestra eða námskeið sem það vill bjóða, þá er það hvatt til að hafa samband. Síminn hjá Fræðslumiðstöðinni er 456-5022 og netfangið er frmst@frmst.is.