30/10/2024

Frábært berja- og smalaveður

Reikna má með að Strandamenn njóti veðurblíðunnar í dag og sinni ýmsum haustverkum eða skreppi á berjamó. Allmargir hafa líka sótt Strandir heim í þeim tilgangi þessa helgina. Veður er stillt og sólskin með köflum. Veðurspáin fyrir Strandir gerir ráð fyrir suðlægri átt 3-8 m/s og skýjuðu með köflum. Á morgun er gert ráð fyrir vestan og norðvestan 3-8 m/s og súld á annesjum en annars úrkomulítið. Hiti 4 til 9 stig.