22/12/2024

Frá vinabæjarmóti í Hole í Noregi

Gunnar fylgist með hákarlaátinuÍbúar Strandabyggðar gera víðreist um Norðurlöndin þessa dagana. Nú eru nemendur 8. og 9. bekkjar Grunnskólans á Hólmavík í heimsókn hjá jafnöldrum sínum í vinabænum Arslev í Danmerku og nýverið héldu einnig fimm fulltrúar Strandabyggðar á vinabæjarmót í Hole í Noregi. Á vinabæjarmótinu í Hole voru skoðuð dvalarheimili og endurhæfingarstöð, skólar og sveitarfélagið sjálft, bæði á sjó og landi. Vinir vorir í Hole voru höfðingar heim að sækja og ekki skemmdi fyrir að veðrið var eins og best verður á kosið – yfir 20°c og sól mest allan tímann. 

Þema mótsins að þessu sinni var þjóðsögur, ævintýri og matarhefðir, og voru þaulvanir leikararnir í íslenska hópnum ekki í vandræðum með að snara sögunni af Selkollu yfir á skandinavísku og flytja leikþátt með söngvum um efnið.

Síðasta daginn í ferðinni veittu Íslendingarnir í hópnum brennivín, hákarl og harðfisk, m.a. til að fagna væntanlegum úrslitaleik í handbolta á Ólympíuleikunum í Kína, sem þá var framundan.

1

Dönsku hjónin Niels Kronvald og Lis kona hans, ásamt Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur hreppsnefndarmanni í Strandabyggð

bottom

Íslenski hópurinn og þrír aðrir sem villtust inn á myndina: Gunnar Melsted, Ásta Þórisdóttir, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Victor Örn Victorsson og Salbjörg Engilbertsdóttir

Victor, Erna Gjesvold (af íslenskum ættum, náfrænka Bjarna Ómars Haraldssonar tónlistarkennara á Hólmavík) og Bjorg

frettamyndir/2008/580-vinabaejarmot6.jpg

Niels Kronvald smakkar hákarlinn

frettamyndir/2008/580-vinabaejarmot3.jpg

Ásta, Erna Gjesvold, Nína sveitarstjóri, Gunnar og Erlend (afi hans bjó á Íslandi fyrr á öldinni og var sá fyrsti sem flutti mink til Íslands. Það skal tekið fram að Salbjörg tengdadóttir eins af minkabönum Strandasýslu dvaldi einmitt hjá Ninu og Erlend í góðu yfirlæti).

frettamyndir/2008/580-vinabaejarmot1.jpg

Siri Gydtfeldt – prímus mótor í stuðinu

Það var mál manna að Valdemar oddviti í Strandabyggð myndi sóma sér vel með svona oddvitakeðju um hálsinn – ljósm. frá Salbjörgu Engilbertsdóttur