Myndagátan sem sett var á vefinn á föstudaginn vafðist fyrir. Margir þekktu þó að myndefnið þar sem spurt var um staðinn var Djúpavík og líklega er ekkert svo langt síðan vegurinn þangað var lagður þegar myndin var tekin. Nokkrir þekktu karlmanninn á myndinni sem er Ingimundur Guðmundsson, en aðeins tveir voru með allt saman á hreinu og konuna líka, en hún er Kristrún Daníelsdóttir. Þau eru foreldrar Ragnheiðar á Hrófá og Daníels Ingimundarsonar á Hólmavík. Fleiri skemmtilegar myndir af ævintýrum starfsmanna Vélasjóðs ríkisins má finna í þessu myndasafni.