22/12/2024

Fossavatnsganga og lokahóf um helgina

Á skíðumÁ sunnudaginn verður haldið lokahóf Skíðafélags Strandamanna fyrir veturinn sem liðinn er. Á heimasíðu Skíðafélagsins – sfstranda.blogcentral.is – segir frá þessu og þar er einnig umfjöllun um Andrésar-andarleikana á Akureyri, ásamt myndum frá leikunum en þangað fjölmenntu Strandamenn. Á laugardaginn er svo síðasta og fjölmennasta skíðamót vetrarins, Fossavatnsgangan á Ísafirði en þangað ætla Strandamenn líka að fjölmenna, en reikna má með að um 30 manns af Ströndum fari þangað.