23/12/2024

Formúlan hefst næstu helgi

Jón Gísli Jónsson á hólmavík stóð uppi sem sigurvegari einstaklinga í fyrra og hlaut að launum glæsielg verðlaunFormúlukeppni ársins hefst um næstu helgi og um
leið hefst hinn vinsæli Liðsstjóraleikur. Að venju stýrir strandir.saudfjarsetur.is deildum
þar og öllum er frjálst að skrá lið í þær. Deild strandir.saudfjarsetur.is hefur unnið
keppnina síðastliðin tvö ár og í sumar fer fjöldi galvaskra formúluáhugafólks
til Hockenheim í Þýskalandi að fylgjast með keppninni í boði formula.is, en það
eru verðlaunin fyrir siguronn í fyrra. Að venju þarf að skrá lið inni á síðu
Liðsstjórans á slóðinni formula.is. Þátttaka kostar 1.500 krónur. Bent skal á að
opnaður hefur verið þráður hér á spjalltorgi strandir.saudfjarsetur.is þar sem fjallað er um
keppnina. Tekið skal fram að allir sem skrá sig til keppni í strandir.saudfjarsetur.is
deildinni skuldbinda sig til að hafa liðin opin.

Ef lið eru læst þá verður þeim vísað úr deildinni. Þó með þeim fyrirvara ef
liðið er í toppbaráttu á landsvísu tvær síðustu keppnishelgarnar. Vegna vinsælda
og árangurs strandir.saudfjarsetur.is deildanna í Liðsstjóranum þá eru tvær deildir undir
formerkjum strandir.saudfjarsetur.is, það er strandir.saudfjarsetur.is og strandir.saudfjarsetur.is2. Aðeins 10 lið geta
verið í hvorri deild. Deildarstjóri getur ákveðið í hvorri deild liðin eru
hverju sinni. Hver einstaklingur má vera með eins mörg lið og hver vill en eins
og fyrr segir eru þær einu kröfur gerðar að liðið sé opið til skoðunar.

Slóðina inn á Liðstjórann er að finna hér finna hér og með
að því að smella hér þá er farið beint inn á Formúluspjallið. Allir þátttakendur
frá í fyrra er hvattir til að fara þar inn og lesa sér til um upplýsingar
varðandi ferðina í sumar. Staðfesting fyrir Hockenheimför þarf að liggja fyrir, fimmtudaginn 13. mars. Aðeins sex einstaklingar af fjórtán sem hafa rétt á að nýta vinninginn hafa ákveðið að fara og látið deildarstjóra vita.

Tekið skal fram að það er hægt að missa af ferðinni með sofandahætti eins og svo mörgu öðru. Enginn frestur verður gefinn fram yfir fimmtudaginn 13. mars,