23/12/2024

Fór út af við framúrakstur

Fréttavefurinn mbl.is segir frá því að ungur ökumaður hafi farið út af vegi við framúrakstur skammt frá Hólmavík í gær. Aðstæður til framúraksturs hafi ekki verið sem bestar og lausamöl á vegi. Sagt er að ekki hafi orðið alvarleg slys. Bíllinn valt ekki en lenti á girðingu og er talið að hann sé ónýtur. Lögreglan sér ástæðu til að benda fólki á að fara varlega við framúrakstur og eins vill hún benda þeim sem ekið er fram úr á að gefa gott pláss og hægja á.