22/11/2024

Fólksfækkun á Vestfjörðum

Íbúar á Vestfjarðakjálkanum eru nú 7.470 talsins og hefur fækkað um 76 milli ára. Þar af búa langflestir í Ísafjarðarbæ eða 4.098. Íbúum hefur fækkað í flestum sveitarfélögunum milli ára, þannig hefur íbúum Vesturbyggðar fækkað um 38, Bolungarvíkur um 13, Ísafjarðarbæjar og Kaldrananeshrepps um 11, Súðavíkurhrepps um 6, Tálknafjarðarhrepps og Bæjarhrepps um 5, Reykhólahrepps um 4. Íbúatala Árneshrepps er óbreytt milli ára og íbúum Strandabyggðar fjölgar um 7.

Íbúafjöldi í vestfirskum sveitarfélögum 2006 samkvæmt vef Hagstofu Íslands:

1. desember 2006  
Bolungarvík 905
Ísafjarðarbær 4.098
Reykhólahreppur 251
Tálknafjarðarhreppur 292
Vesturbyggð 937
Súðavíkurhreppur 229
Árneshreppur 50
Kaldrananeshreppur 101
Bæjarhreppur (Strandasýslu) 100
Strandabyggð 507