22/11/2024

Foktjón á Víðidalsá

Séð út um þakiðFoktjón varð á Víðidalsá við Hólmavík í óveðrinu í morgun, en þar fauk hluti af hlöðuþaki við fjárhúsin sem nú gegna hlutverki hesthúss og reiðskemmu. Fréttaritarar strandir.saudfjarsetur.is litu við um hádegisbilið og þá voru hestamenn, smiðir og fleira gott fólk í óða önn að fjarlægja járnplötur og búa sig undir að loka gatinu með mótatimbri, enda er von á öðru óveðri í fyrramálið. Hestamennirnir Kristjón og Victor Örn báru sig mannalega þrátt fyrir tjónið, en sögðust þó þurfa að endurskoða langtímaplanið við umbætur á húsinu, því endurbætur á þessari hlið á hlöðuþakinu hefðu ekki verið á dagskrá fyrr en árið 2015.

Út um þakið

frettamyndir/2007/580-fokvidi3.jpg

frettamyndir/2007/580-fokvidi.jpg

Tjón á hlöðuþakinu, hestarnir voru úti – ljósm. Arnar S. Jónsson.