22/12/2024

Foktjón á Odda í Bjarnarfirði

300-oddi-takFoktjón varð í dag á bænum Odda í Bjarnarfirði þar sem járn sviptist af hálfu þakinu á gamla lambahúsinu, en það er samfast við íbúðarhúsið í Odda. Það er Árni Baldursson í Odda sem tók meðfylgjandi myndir af húsinu þegar veðrinu slotaði í dag. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur ekki haft spurnir af frekara tjóni á Ströndum í rokinu í nótt og morgun, fyrir utan ruslatunnur sem fóru á flakk, en vindur fór á köflum upp undir 40 metra á sekúndu í kviðum. Rafmagnstruflanir voru og vegir lokaðir, en fært er suður Strandir frá Hólmavík og milli Drangsness og Hólmavíkur.

640-oddi-tak2 640-oddi-tak

Lambahúsið á Odda í Bjarnarfirði – ljósm. Árni Baldursson