22/12/2024

Flytur inn rafmagnsvörur frá Kína

Magnús H. Magnússon rafvirkjameistari frá Hólmavík hefur opnað verslunina MHM í Kópavogi að Auðbrekku 24 þar sem boðið er upp á margskonar rafmagnsvörur frá SA Asíu. Má þar nefna DVD spilara í bíla og golfvörur auk rafknúinna farartæki. Verslunin opnaði nýlega vefsetrið mhm.is þar sem hægt er að skoða vöruúrvalið. Magnús var upphafsmaður Café Riis á Hólmavík en hann átti og rak veitingastaðinn um níu ára skeið þar til síðasta vor. Að sögn Magnúsar er fyrirtækið í samstarfi við stóra framleiðendur í Kína og víðar og getur því boðið fjölbreytt úrval gæðavöru á samkeppnishæfu verði.