22/12/2024

Flutningabíll valt við Þorpa

Flutningabíll lenti á hliðinni út fyrir veg við Þorpa í Steingrímsfirði í gær, en hann var á vesturleið. Þetta kom fram í Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær. Bíllinn er talinn mikið skemmdur, en ökumann sakaði ekki. Gríðarleg hálka var á veginum. Að sögn Hannesar Leifssonar varðstjóra voru engar ráðstafanir gerðar með hálkuvarnir fyrr en eftir að óhappið átti sér stað. Björgunarsveitarmenn björguðu farminum sem var einkum beita og umbúðir fyrir fiskafurðir og tæki komu úr Reykjavík til að rétta bílinn við. Aðgerðum var lokið um ellefu leytið í gærkvöldi.