23/12/2024

Flutningabíll brann á Arnkötludal

580-velta1

Eldur kviknaði í flutningabíl á suðurleiðinni um Arnkötludal upp á Þröskulda seinnipartinn í gær. Bílstjórinn reyndi að slökkva eldinn með handslökkvitækjum, en ekki tókst að ráða niðurlögum eldsins með þeirri aðferð. Bíllinn var mjög mikið brunninn. Á bb.is kemur fram að svo virðist sem olía hafi sprautast yfir vélina og valdið brunanum, en einnig er sagt frá atvikinu á mbl.is.