22/12/2024

Flugeldasala Dagrenningar á Hólmavík

Flug- og jarðeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík opnar á morgun og kætast þá konur og karlar á Ströndum. Salan fer fram í björgunarsveitarhúsinu Rósubúð (Höfðagötu 9) og er gengið inn baka til, frá Hlein. Opið er 14-20 þann 29. des, 14-22 þann 30. des og 10-15 á gamlársdag. Sama dag verður áramótabrenna í grennd við Skeljavíkurrétt kl. 18 og flugeldasýning kl. 18:20. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur Strandamenn og landsmenn alla til að versla flugeldana af björgunarsveitunum.