22/12/2024

Flugeldasala á Hólmavík

Árleg flugeldasala Björgunarsveitar- innar Dagrenningar á Hólmavík verður í Rósubúð, Höfðagötu 9 á Hólmavík, og opnar á morgun. Góð veðurspá er fyrir gamlárskvöld, flugeldasýningar og brennur, þannig að búast má við góðri sölu. Söludeildin verður opin sem hér segir: Fimmtudaginn 29. des. frá 14:00-20:00, föstudaginn 30. des. frá 14:00-22:00 og laugardaginn 31. des. frá 10:00-15:00. Gengið er inn bakdyramegin. Árleg brenna í umsjón Björgunarsveitarinnar á Hólmavík verður við Víðidalsá klukkan 18:00 á gamlársdag.