22/12/2024

Flugeldasala á Drangsnesi

Flugeldasala Björgunar-sveitarinnar Bjargar á Drangsnesi verður í húsi Björgunar-sveitarinnar á Grundargötu dagana 29.-31. desember. Fimmtudaginn 29. des. verður opið frá 16-18, föstudaginn 30. des. frá 16-18 og laugardaginn 31. des frá 13-16. Allir sem vettlingi geta valdið og hafa aldur til flugeldakaupa eru hvattir til að mæta og styðja gott málefni. Veðurspáin fyrir skotelda um áramótin er góð.