30/10/2024

Fleiri jólaljósamyndir

Jólaljósin á Hólmavík eru orðin býsna þétt og flest hús eru skreytt með einhverjum ljósum. Margar skreytingarnar eru fallegar og setja skemmtilegan svip á svartasta skammdegið. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Jón Jónsson – smellti af myndum af nokkrum húsum í vikunni, áður en hann varð svo krókloppinn á klónum að hann varð að taka sér hlé og var þó rétt hálfnaður með yfirreiðina um bæinn.

Ljósm. Jón Jónsson