30/10/2024

Flaggað á Café Riis

.Fáni var við hún á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík í gær, en þá opnaði staðurinn að nýju. Glæsilegt pizza- og pastahlaðborð var á boðstólum en fjöldi manna litu við og samfögnuðu með nýjum eigendum. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða á Hólmavík riðu á vaðið og voru fyrstu viðskiptavinir sumarsins en til stóð að yfirmenn fyrirtækisins héldu vorfund með þeim, en þar sem þeir urðu fyrir því að velta bíl sínum á Barðaströnd þá frestaðist fundurinn. Starfsmennirnir mættu samt sem áður og rifu í sig bakkelsi og góðgerðir. Undirbúningur vegna sjómannadagshátíðarhalda stendur yfir en haldið verður upp á daginn á morgun laugardaginn 4. júní á Café Riis með veisluhlaðborði og dansleik.

Að sögn Báru Karlsdóttur matselju veitingastaðarins þá er ennþá hægt að tryggja sér borð. Myndirnar voru teknar í gær fáum mínútum eftir að staðurinn opnaði formlega að nýju í gær.

.