05/11/2024

Fjórðungssambandið ályktar um samgöngumál

645-vegag2

Á stjórnarfundi Fjórðungssambands Vestfirðinga 8. okt. kom fram að þingsályktun um samgönguáætlun 2015-2018, væri nú til kynningar í ríkissstjórn. Tillagan gerði ráð fyrir 900 mkr lægri fjárveitingu á árinu 2016 til samgöngumála en í tillögu að þingsályktunar frá í vor. Vegagerðin nú að vinna að útfærslu tillagna til að mæta þessum samdrætti.  Þetta hefði komið fram á haustþingi SSV um samgöngumál í máli sviðstjóra Vestursvæðis. Vegagerðin nú að vinna að útfærslu tillagna til að mæta þessum samdrætti.

Vegna þessa samþykkti stjórn Fjórðungsambandsins eftirfarandi ályktun:

„Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega lækkun áætlaðra framlaga til vegaframkvæmda á árinu 2016 samkvæmt tillögu um samgönguáætlun 2015-2018, sem nú er til umræðu í ríkisstjórn. Áætlað er að lækkun nemi um 900 mkr miðað við forsendur tillögu að samgönguáætlun 2015-2018 sem ekki var afgreidd á vorþingi 2015. Þessi lækkun mun koma hart niður á þeim fáu nýframkvæmdum sem hafa verið boðnar út eða eru komin á framkvæmdaáætlun. Á Vestfjörðum er það m.a. framkvæmdir á Bjarnarfjarðarhálsi og ný brú á Bjarnarfjarðará og undirbúningur framkvæmda í Gufudalssveit og Dýrafjarðargangna. Einnig má óttast skerðingu á vetrarþjónustu sem er þvert á stefnu stjórnvalda um heilsárs ferðaþjónustu um allt land m.a. með markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum. Stjórn FV krefst þess að tilllaga um lækkun framlaga verði dregin til baka og ítrekar ályktun 60. Fjórðungsþing Vestfirðinga um að framlög til samgöngumála verði aukin verulega.“