22/12/2024

Fjör í menningarlífinu

Hæ, hó, jibbí jeiÍ fréttatilkynningu frá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík kemur fram að ýmsir menningarviðburðir verða í vikunni á Ströndum. Í meðfylgjandi lista má þannig sjá að framundan eru tónleikar með Elvari og Heiðu sem kennd hefur verið við hljómsveitina Unun í Hótel Djúpavík á laugardaginn, boðið verður upp á náttúruskoðun á degi hinna villtu blóma, 17. júní nálgast óðfluga og ýmislegt fleira er á dagskránni.

 

Atburðir í vikunni

11. júní – mánudagur

Café Riis, Hólmavík
Sumaropnun hefst hjá Café Riis á Hólmavík, opið frá 11:30 alla daga, www.caferiis.is.  

16. júní – laugardagur

Hótel Djúpavík, Árneshreppi
Hellvar – Heiða og Elvar – halda órafmagnaða tónleika í Hótel Djúpavík laugardagskvöldið 16. júní kl. 21:00. Aðgangseyrir er 1000.- kr. Nánari upplýsingar í s. 451-4037, Hótel Djúpavík, www.djupavik.is.   

17. júní – sunnudagur

Sauðfjársetrið í Sævangi
Að venju standa Flóruvinir og Sauðfjársetur á Ströndum fyrir jurtaskoðun á Degi hinna villtu blóma, þann 17. júní. Að þessu sinni verður farið frá Sauðfjársetrinu í Sævangi kl. 11:00 og gengið um Orustutanga og nágrenni. Áhersla verður lögð á að skoða og greina plöntur í og við fjöruna. Um leiðsögn sjá Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson, www.strandir.saudfjarsetur.is/saudfjarsetur.

Sauðfjársetrið í Sævangi
Kaffihlaðborð á Þjóðhátíðardaginn 17. júní – sýningin, kaffistofan og handverksbúðin er opin frá 10-18 alla daga, www.strandir.saudfjarsetur.is/saudfjarsetur.

Hólmavík
Hefðbundin hátíðahöld á 17. júní – dagskrá hefur ekki borist.

Skemmtanastjórar fyrirtækja á Ströndum eru beðnir að láta vita tímanlega af öllum atburðum í info@holmavik.is eða strandir@strandir.saudfjarsetur.is svo hægt sé að setja þá á atburðadagatal. Sama á við um fundi, íþróttamót og aðrar uppákomur og atburði sem gaman er fyrir fólk að vita af áður en þeir eru búnir.