23/12/2024

Fjölnotahúsið á Víðidalsá breytir um svip

Það er aldeilis orðin breyting á fjárhúsunum á Víðidalsá eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Það er unnið dag og nótt við að klæða húsin að utan og fréttaritari hitti Þorstein Sigfússon og Victor Örn Victorsson þar sem þeir voru að hamast við að smíða í myrkrinu. Þeir sögðust vera að "blikka" og það var bæði mælt og pælt, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þegar Steini mælir blikkið og Victor mundar hamarinn. Þeir kváðu verkið verða örugglega 15% yfir kostnaðarverði eins og öll almennileg verk og voru bæði kátir og hressir. Inni er svo komið fínasta hesthús, samkvæmissalur í hlöðunni og kaffistofa.

Í kaffi

frettamyndir/2007/580-steiniogvictor1.jpg

frettamyndir/2007/580-steiniogvictor3.jpg

Steini og Victor að störfum – ljósm. Ásdís Jónsdóttir