23/12/2024

Fjölmörg námskeið framundan í Náttúrubarnaskólanum

Núna er sumarstarf Náttúrubarnaskólans á Ströndum komið á fulla ferð. Náttúrubarnaskólinn er
staðsettur á Sauðfjársetrinu í Sævangi og hefur verið starfræktur síðan sumarið 2015. Núna um
helgina 24.-25. júní er helgarnámskeið fyrir börn  í Náttúrubarnaskólanummeð fugla- og jurtaþema. Allskonar skemmtilegir hlutir eru á dagskránni, skoða fuglana og fjöruna, merkja teistuhreiður, mæla klakstig eggja, búa til fuglahræður, skrifa með fjöðrum, búa til dýrindis jurtaseyði og margt fleira. Námskeiðið er frá kl. 13-17 bæði laugardag og sunnudag. Það kostar 6000 kr. og boðið er upp á kökur og djús báða dagana svo enginn verður svangur.

Í sumar verða líka námskeið alla fimmtudaga frá kl. 13-17 með fjölbreyttum þemum sem verða
auglýst jafn óðum á facebook-síðu Náttúrubarnaskólans, auk þess sem það verður
Náttúrubarnahátíð í Sævangi helgina 28.-30. júlí.

Helstu markmið Náttúrubarnaskólans er að sýna hvað allt í kringum okkur er í raun og veru
merkilegt, hvernig má nýta náttúruna í eitthvað skapandi og skemmtilegt og um leið hvernig má
vernda hana. Hann snýst um að læra um náttúruna með því að sjá, snerta og upplifa og er fyrst og
fremst útivist, fróðleikur og fjör!

Hægt er að skrá sig á námskeiðin á facebook-síðu Náttúrubarnaskólans, í pósti á
natturbarnaskoli@gmail.com eða hjá Dagrúnu í síma 661-2213.

Endilega fylgist með Náttúrubarnaskólanum á www.facebook.com/natturubarnaskolinn!