22/12/2024

Fjölmenni á unglingalandsmóti

Strandamenn fjölmenntu á unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og var þar mikið um dýrðir. Unglingar af Ströndum kepptu í fótbolta og körfubolta, frjálsum íþróttum, mótorkrossi, skák og sundi. Bestum árangri náði Harpa Óskarsdóttir á Drangsnesi sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í spjótkasti stúlkna í 12 ára flokki. Næsta mót verður haldið á Grundarfirði árið 2010 og síðan á Egilsstöðum 2011. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og tók örfáar brúklegar myndir, en fjölda mynda má nálgast á vefsíðu Ingimundar Pálssonar á Hólmavík – http://mundipals.123.is.

Eins og kunnugt er hafði verið tekin ákvörðun um að unglingalandsmót yrði haldið á Hólmavík á næsta ári, en sveitarfélagið Strandabyggð og HSS gáfu það frá sér síðastliðinn vetur og voru ekki meðal umsækjenda um mótið 2011.

bottom

bottom

ithrottir/2009/580-ungl2009-2.jpg

Frábær aðstaða fyrir mótshaldið er á Sauðárkróki – Ljósm. Jón Jónsson