02/11/2024

Fjölmenni á opnun sýningar um Álagabletti

IMG_6223

Fjölmenni var á opnun nýrrar sögu- og listsýningar á Sauðfjársetrinu í Sævangi á þjóðtrúardaginn mikla (7-9-13). Það er Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli sem á heiðurinn af sýningunni, en hún naut aðstoðar frá föður sínum Jóni Jónssyni þjóðfræðingi við undirbúninginn og uppsetninguna. Á sýningunni er fjallað um fjölmarga álagabletti á Ströndum og íslenska þjóðtrú og huldufólkstrú. Á opnunarkvöldinu héldu Dagrún Ósk, Jón Jónsson og Rakel Valgeirsdóttir erindi um álagabletti á Ströndum, Arnar Jónsson tróð upp sem trúbador og flutti eigin lög og texta, auk þess sem veglegt kaffihlaðborð var á boðstólum.

Uppsetning sýningarinnar var styrkt af Safnasjóði.