Skíðafélagsmót sem haldið var á Steingrímsfjarðarheiði í gærdag var sennilega það fjölmennasta sem haldið hefur verið á vegum Skíðafélags Strandamanna, að sögn Ragnars Bragasonar. Að sama skapi er það fjölmennasta skíðamót sem haldið hefur verið á Ströndum að Strandagöngunni undanskilinni, en keppendur voru alls 36. Þrátt fyrir það vantaði töluvert af fólki sem oft hefur mætt til keppni. Logn var á heiðinni og 5 stiga frost og skíðafæri gott á héluðu harðfenni. Gengið var með frjálsri aðferð. Starfsmenn mótsins voru: Björn Fannar Hjálmarsson, Már Ólafsson, Bryndís Sveinsdóttir, Sverrir Guðbrandsson, Kristinn Sigurðsson, Karl Þór Björnsson og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Stelpur 6 ára og yngri 1 km | F. ár | Tími | ||||
1. Branddís Ösp Ragnarsdóttir | 98 | 7,43 | ||||
2. Kolbrún Ýr Karlsdóttir | 99 | 9,36 | ||||
Strákar 6 ára og yngri 1 km | ||||||
1. Trausti Rafn Björnsson | 99 | 10,52 | ||||
2. Almar Daði Björnsson | 98 | 13,32 | ||||
3. Stefán Snær Ragnarsson | 01 | 17,15 | ||||
Númi Leó Rósmundsson | 98 | Hætti | ||||
Stelpur 7-8 ára 1 km | ||||||
1. Margrét Vera Mánadóttir | 97 | 12,28 | ||||
Strákar 7-8 ára 1 km | ||||||
1. Theódór Þórólfsson | 97 | 9,12 | ||||
2. Oddur Kári Ómarsson | 97 | 12,01 | ||||
Stelpur 9-10 ára 2,5 km | ||||||
1. Dagrún Kristinsdóttir | 95 | 15,07 | ||||
2. Gunnhildur Rósmundsdóttir | 95 | 22,46 | ||||
Strákar 9-10 ára 2,5 km | ||||||
1. Magnús Ingi Einarsson | 94 | 9,58 | ||||
2. Ólafur Orri Másson | 94 | 10,19 | ||||
3. Darri Hrannar Björnsson | 95 | 19,4 | ||||
4. Jakob Ingi Sverrisson | 95 | 19,5 | ||||
5. Friðrik Smári Mánason | 94 | 22,08 | ||||
Stelpur 11-12 ára 2,5 km | ||||||
1. Sigrún Kristinsdóttir | 92 | 13,52 | ||||
2. Hadda Borg Björnsdóttir | 93 | 17,28 | ||||
Strákar 11-12 ára 2,5 km | ||||||
1. Guðjón Þórólfsson | 93 | 13,29 | ||||
Stelpur 13-16 ára 3,5 km | f .ár | 1. hr. | 2. hr. | Samtals | ||
1. Erna Dóra Hannesdóttir | 91 | 10,46 | 4,43 | 15,29 | ||
2. Þórdís Karlsdóttir | 91 | 12,05 | 5,33 | 17,38 | ||
Strákar 13-16 ára 5 km | ||||||
1. Þórhallur Aron Másson | 90 | 8,25 | 8,33 | 16,58 | ||
2. Bjarki Einarsson | 90 | 10,46 | 10,55 | 21,41 | ||
Konur 17-34 ára 5 km | ||||||
1. Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir | 76 | 14,5 | 15,2 | 30,1 | ||
Konur 35-49 ára 5 km | ||||||
1. Marta Sigvaldadóttir | 57 | 11,35 | 11,33 | 23,08 | ||
2. Helga Halldórsdóttir | 65 | 11,56 | 12,24 | 24,2 | ||
3. Anna Guðlaugsdóttir | 58 | 16,24 | 16,28 | 32,52 | ||
Karlar 17-34 ára 10 km | f ár. | 1. hr. | 2. hr. | 3. hr. | 4. hr. | Samtals |
1. Sigvaldi B. Magnússon | 84 | 6,29 | 6,51 | 6,58 | 6,59 | 27,17 |
2. Ragnar Bragason | 74 | 7,01 | 7,16 | 7,3 | 7,18 | 29,05 |
3. Úlfar Örn Hjartarson | 80 | 8,36 | 9,07 | 8,56 | 9,02 | 35,27 |
Karlar 35-49 ára 10 km | ||||||
1. Magnús Steingrímsson | 55 | 8,09 | 7,59 | 8,35 | 8,14 | 32,57 |
2. Vilhjálmur Sigurðsson | 62 | 9,47 | 10,17 | 10,21 | 10,09 | 40,34 |
3. Ómar Már Pálsson | 64 | 15,38 | 16,33 | 5 km | 32,11 | |
Karlar 50 ára og eldri 10 km | ||||||
1. Rósmundur Númason | 53 | 10,32 | 10,4 | 10,3 | 10,43 | 42,25 |
2. Bragi Guðbrandsson | 33 | 12,44 | 12,58 | 13,54 | 14,02 | 53,38 |
3. Halldór Ólafsson | 32 | 15,04 | 15,45 | 5 km | 30,49 |
Strandagangan fer fram um miðjan apríl en þangað til eru eftir bæði Sparisjóðsmótið og KB-bankamótið. Ragnar vill minna skíðaáhugafólk á heimasíðu Íslandsgöngunnar http://www.islandsgangan.tk. Undir liðnum vegalengdir neðst til vinstri á forsíðu er keppni á milli héraða í samanlögðum kílómetrafjölda í Íslandsgöngunni.