22/11/2024

Fjáröflunartónleikar og hamingjulagakeppni

Stórskemmtilegir fjáröflunartónleikar félagsmiðstöðvarinnar OZON á Hólmavík verða haldnir í Félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 19. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30, en þar stíga á stokk einstakir hljóðfærasnillingar úr Tónskólanum á Hólmavík auk frábæra söngvara á öllum aldri. Fjöldi frábærra slagara er á dagskránni og ungir sem aldnir ættu að geta hlustað á eitthvað við sitt hæfi. Einnig verður keppt milli laganna tveggja sem bárust inn í samkeppni um Hamingjulagið 2010 en Hamingjudagar á Hólmavík verða haldnir 2.-4. júlí. Salurinn greiðir atkvæði og meirihluti ræður úrslitum.

Sjoppa verður á staðnum fyrir nammigrísina. Aðgangseyrir er kr. 1200 fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir 6-16 ára og frítt fyrir yngri.