22/11/2024

Fjárhagsáætlun samþykkt

HólmavíkÁ hreppsnefndarfundi á þriðjudaginn var fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2005 tekin til seinni umræðu og samþykkt samhljóða ásamt tillögum sveitarstjóra um hækkun á þjónustugjöldum um 5-10%. Í fundargerð kemur fram að einnig var samþykkt að afsláttur á fasteignaskatti eldri borgara af eigin húsnæði yrði tekjutengdur.


Fjárhagsáætlun 2005 gerir ráð fyrir eignfærðum fjárfestingum að upphæð krónur 13,2 milljónir og að nýtt langtímalán verði tekið á árinu að upphæð 30 milljónir.