23/12/2024

Fiskidagur á Café Riis

Næstkomandi laugardag verður efnt til mikillar fiskiveislu á Café Riis. Að sögn
Báru Karlsdóttur, vertsins á Café Riis, verður sjávarfangið ferskt og nýtt og meðal annars boðið upp á
krækling úr Breiðafirði sem ræktaður er frá Gróustöðum í Gilsfirði. Þær eru
rómaðar veislurnar sem Bára útbýr eins og öllum ætti að vera kunnugt um sem á
annað borð hafa snætt á Café Riis. Borðapantanir eru í síma 451 3567. Einnig
verður boðið upp á lambakjöt eins og það gerist best, þó meginþemað verði
sjávarfang.