05/11/2024

Fimm verkefni fá milljón í styrk frá Menningarráði Vestfjarða

Fyrri styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða árið 2010 fór fram við hátíðlega athöfn á Skrímslasetrinu á Bíldudal þann 15. maí kl. 15:00. Flutt var tónlist og haldin erindi, Skrímslasetrið kynnt og skoðað, auk þess sem styrkvilyrði voru afhent og að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi og vöfflur á eftir. Umsóknir til Menningarráðsins að þessu sinni voru 78 talsins, en alls fengu 34 verkefni stuðning að upphæð 15 milljónir samtals. Þeim fækkaði þó um eitt áður en að úthlutun kom, því einn styrkurinn var afþakkaður þar sem forsendur fyrir verkefninu höfðu breyst og það var ekki lengur framkvæmanlegt. Aftur verður auglýst eftir styrkumsóknum í haust.

Eftirtaldir aðilar og verkefni fengu stuðning frá Menningarráði Vestfjarða í maí 2010:

Í einni sæng: Skáldið á Þröm – 1.000.000
Melrakkasetur Íslands: Sýning Melrakkaseturs Íslands – fræðslu miðlað til barna – 1.000.000
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda: Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda 2010 – 1.000.000
Act alone: Act alone leiklistarhátíð 2010 – 1.000.000
Við Djúpið, félag: Tónlistarhátíðin Við Djúpið 2010 – 1.000.000

TOS ungmennaskipti: Vestfirska Veðurvölundarhúsið – 800.000

Vestfirska forlagið: Mannlíf og saga fyrir vestan fyrr og nú. Úrval frásagna á ensku af Vestfirðingum í blíðu og stríðu – 750.000

Sauðfjársetur á Ströndum: Hrútar – heimildamynd – 700.000
Í einni sæng, Íslandssaga, Sigurður Ólafsson: Vaxandi Tungl – 700.000

Jóhann Ágúst Jóhannsson: Pönk á Patró – 600.000
Kómedíuleikhúsið: Leiklistarskóli Kómedíuleikhússins – 600.000
Menningarmiðstöðin Edinborg, Ísafirði: Listviðburðir í Edinborgarhúsi 15. apríl 2010 – nóvember 2010 – 600.000
Vesturbyggð: Sagafjords – ferðumst og fræðumst 2010 – 600.000

Gautshamar ehf: Til móts við fornan sið – 500.000

Minjasafn Egils Ólafssonar: Félagslíf í Breiðafjarðaeyjum – 400.000
Fólkvangur ehf fyrir Passport Kvikmyndir: Norð Vestur – 400.000

Björgvin Bjarnason: Vegur sem var – Myndir af Óshlíð – 350.000
Félag áhugamanna um skrímslasetur: Útgáfa á Skrímslatali eftir Þorvald Friðriksson – 300.000

Sigríður Hafliðadóttir: Sýning á gömlum munum á Litlabæ – 250.000
Sumarmarkaður Vestfjarða: Sumarmarkaður Vestfjarða 2010 – söguskilti – 250.000
Gíslastaðir Haukadal: Einstök sýning – Ísleifur Konráðsson – 250.000

Þóra Sigurðardóttir og Björn Samúelsson: DALIR og HÓLAR – Landslag 2010 – 200.000
Birgir Örn Sigurjónsson: Útgáfutónleikar Biggabix um Vestfirði – 200.000
Þröstur Jóhannesson: Svo langt sem það nær – tónleikaferð – 200.000
Minjasafn Egils Ólafssonar: Skæði – 200.000
Leikfélag Hólmavíkur, Grunnskólinn á Hólmavík, Tónskólinn á Hólmavík: – Það er gaman að leika! (Áhugaleikarinn) – 200.000

Jón Þórðarson: Sögur úr pokahorninu – 150.000

Valgerður Rúnarsdóttir: Var það Gangári? – 125.000

Sögumiðlun ehf: Rit um bæjarbrag og atvinnulíf á Ísafirði á fjórða og fimmta áratug 20. aldar – 100.000

Claus Sterneck: Pictures – and their noises – 75.000

Þá var ráðstafað fjármagni í þrjú samstarfsverkefni Menningarráðs með öðrum aðilum:

Samstarf: Safna-, setra- og sýningaklasi á Vestfjörðum – 200.000
Samstarf: Félag vestfirskra listamanna – 150.000
Samstarf: Námskeið um viðburðastjórnun – 50.000

    580-skrimsl1 Kynntur var minnisvarði eða listaverk til minningar um Gísla Jónsson á
Bíldudal

580-skrimsl2 Hluti af gestum á athöfninni

580-skrimsl3 Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðsins og Jón Jónsson menningarfulltrúi afhentu styrkina

580-skrimsl4 Valdimar Gunnarsson segir frá Skrímslasetrinu

580-skrimsl5 Signý Sverrisdóttir söngkona og Fannar Ottósson