22/12/2024

Ferðamálasamtök Vestfjarða funda

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn í Bolungarvík um komandi helgi, en sá fundur er opinn öllum sem áhuga hafa á ferðamálum. Fundurinn er haldinn í Víkurbæ í Bolungarvík og hefst á föstudaginn 12. maí. Þarna verður m.a. fjallað um Vaxtarsamning Vestfjarða og ferðamálaklasann innan hans, spjallað um Markaðsstofu og markaðssetningu Vestfjarða og rætt um umhverfismál og þjóðgarða. Síðan eru skemmtiferðir og hátíðarkvöldverður og mikið um dýrðir á þessum fyrsta fundi sem haldinn er í Bolungarvík.

Dagskráin er eftirfarandi, en hana má einnig skoða á vef samtakanna www.fmsv.is.

Föstudagur 12. maí

Klukkan 14:00 – 15:30

Vaxtarsamningur Vestfjarða – Ferðamála- og menningarklasi. Kynning á stöðu mála og umræður undir stjórn Dorothee Lubecki. Öllum er gefinn kostur á að koma með hugmyndir og taka þátt í að móta verkefnið.

Klukkan 19:00 – 20:00

Kvöldverður í Víkurbæ. Saltfiskréttur með hrísrjónum, salati og brauði. Verð kr. 1.300.-  Vinsamlegast pantið sem fyrst í síma 862-2221.

Klukkan 20:00 – 22:00

Jón Páll Hreinsson kynnir Markaðsskrifstofu Vestfjarða.
Haukur Vagnsson ræðir um markaðssetningu á netinu.
Anna Vilborg Einarsdóttir MS, ferðamálafræðingur: Ferðalög til fortíðar. Sjávarbyggðir, arfleifð og nýsköpun í ferðaþjónustu.

Laugardagur 13. maí

Klukkan 8:00 – 9:00

Morgunverður í Víkurbæ. Verð kr. 800.- Vinsamlegast pantið sem fyrst í síma 862-2221.

Klukkan 9:00 – 11:00

Aðalfundur, dagskrá: Venjulegra aðalfundarstörf, Lagabreytingar, Önnur mál.

Klukkan 11:00-12:00 

Kynnt ýmis verkefni sem Ferðamálasamtök Vestfjarða eru að vinna að.

Klukkan 12:00 – 13:00

Hornstrandasúpa, brauð og hummus í boði Ferðamálasamtaka Vestfjarða í Víkurbæ.

Klukkan 13:00 – 15:00

Árni Bragason forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar,  Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ og Þorleifur Eiríksson hjá Náttúrustofu Vestfjarða flytja erindi um umhverfismál og þjóðgarða. 

Klukkan 15:00 – 15:30

Kaffi og meðlæti í boði Bolungarvíkurkaupstaðar.

Klukkan 15:30 – 16:00

Atvinnu- og ferðamálafulltrúar á Vestfjörðum kynna þau verkefni sem eru í gangi.

Klukkan 16:00 – 18:00

Skoðunarferð um Bolungarvík og nágrenni.

Klukkan 19:30

Hátíðarkvöldverður og skemmtun í Víkurbæ. Hlaðborð: Svínakjöt, graflax, grafið hrefnukjöt, kjúklingapottréttur, gratineraðar gellur. Verð kr. 2.500.-  Allir velkomnir. Vinsamlegast pantið sem fyrst í síma 862-2221.

Klukkan 23:00 – 03:00

Dansleikur með stuð-hljómsveitinni Sixties

Sunnudagur 14. maí

Klukkan 13:00 – 17:00

Skemmtisigling frá Bolungarvík til Hesteyrar í Jökulfjörðum í boði Sjóferða Hafsteins og Kiddýar. Farið verður í stutta skoðunarferð um Hesteyri og nágrenni. Á Hesteyri bíður Birna Pálsdóttir húsfreyja í Læknishúsinu og Vagnsbörnin hennar upp á kaffi og nýbakaðar pönnukökur í Læknishúsinu. Ferðin er eins og áður sagði, gestum aðalfundarins að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að tilkynna þáttöku í síma 862-2221.

Allir áhugasamir um ferðamál á Vestfjörðum velkomnir. 

Þeir sem ekki hafa þegar pantað gistingu eða í mat eru vinsamlegast beðnir um að gera það við fyrsta tækifæri í síma 862-2221 eða með því að senda tölvupóst á haukur@vagnsson.com, sem gefur einnig allar nánari upplýsingar.