23/12/2024

Félagsvist í Sævangi föstudagskvöld

Spiluð vist í Sævangi!

Félagsvist verður haldin í Sævangi, föstudaginn 20. des. Spilamennskan hefst kl. 20:00. Strandamenn eru duglegir að spila og hittast reglulega yfir háveturinn í spilavist í Sævangi. Eins eru þeir duglegir að sækja slíka viðburði í önnur héruð í nágrenninu.

Bridgefélag er starfandi á Hólmavík, líklega það eina á Vestfjörðum þar sem menn hittaste ennþá reglulega einu sinni í viku yfir veturinn til að spila (á mánudagskvöldum). Þeir viðburðir fara fram í flugstöðinni.

Verð er kr. 1.300.- fyrir 12 ára og eldri, 900 fyrir yngri, veitingar innifaldar og Sauðfjársetrið sem stendur fyrir viðburðinum býður öll hjartanlega velkomin!