22/12/2024

Félagsvist í Sævangi


Félagsvist verður haldin í Sauðfjársetrinu í Sævangi í kvöld, mánudaginn 3. desember, og hefst spilamennskan kl. 20:00. Um er að ræða annað kvöldið í þriggja kvölda keppni, en þó mega allir sem vilja mæta, hvort sem þeir komast bara eitt kvöld eða fleiri. Á fyrsta kvöldinu sem haldið var fyrir rúmri viku fóru Jón Stefánsson á Broddanesi og Steinunn Þorsteinsdóttir í Miðdalsgröf með sigur af hólmi, en spennandi verður að sjá hvernig gengur í kvöld.