22/11/2024

Félagsmiðstöðin Ozon náði 3. sæti í Söngkeppni Samfés

640-ozsong3Félagsmiðstöðin Ozon hefur verið í mikilli skemmtireisu í Reykjavík um helgina. Byrjað var á Samfésballinu á föstudagskvöld og í gær var Söngkeppni Samfés. Þar náðu GóGó-píurnar, þau Brynja Karen Daníelsdóttir, Fannar Freyr Snorrason, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir og Sara Jóhannsdóttir frábærum árangri með flutningi á laginu Do Lord með íslenskum texta eftir Arnar Jónsson. Lentu þau í þriðja sæti í aðalkeppninni. Eftir söngkeppnina hélt svo fjörið áfram og hópurinn fór á skauta, í Laser-Tag, pizzuveislu og bíó. Í dag var svo diskókeila, GoKart og sameiginleg máltíð áður en hópurinn lagði af stað aftur til Hólmavíkur fyrir skemmstu.