22/12/2024

Félag Sauðfjárbænda fundar

Fundur Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 2007 kl. 13:30 í Sævangi. Gestir fundarins verða Björn Elísson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda sem ræðir stöðu sauðfjárræktar í landinu og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar flytur erindi um framtíð byggðar í Strandasýslu. Auk þess eru venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá og kaffiveitingar verða í boði.