08/01/2025

Fegrunardagur og aðalfundur Hollvinasamtaka Borðeyrar

Í fréttatilkynningu frá Hollvinasamtökum Borðeyrar kemur fram að samtökin standa fyrir fegrunardegi og aðalfundi á Borðeyri laugardaginn 19. júní. Hafist verður handa við að tína rusl og planta sumarblómum klukkan 14:00. Í beinu framhaldi verður svo blásið til aðalfundar í Barnaskólanum á Borðeyri kl. 16:00. Stjórn samtakanna hvetur alla Hollvini, skráða sem óskráða, til að mæta og taka þátt.