23/12/2024

Fátt um fína drætti í vegagerð á Ströndum

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012 hefur verið lögð fram á Alþingi. Er það nokkuð á eftir áætlun, en eins og mörgum er kunnugt er árið 2010 núna. Fréttaritari hefur ekki þaullesið áætlunina, en þó virðist sem eingöngu eitt verkefni sé framundan í vegagerð á Ströndum næstu árin. Þar er um að ræða samtals 3,8 km vegaspotta frá Staðará að afleggjaranum að Geirmundarstöðum við norðanverðan Steingrímsfjörð, en þar er fyrirhugað að verja 330 millj. árið 2011 og 150 millj. árið 2012. Á m.a. að gera nýja brú á Staðará. Önnur verkefni sem fyrirhuguð voru á Ströndum virðast hafa verið slegin af.

Kort af fyrirhugðu framkvæmdasvæði í Samgönguáætlun