30/10/2024

Farsæld til framtíðar!

ÞrenningarfjólaSamtökin Landsbyggðin lifi (LBL) hefur nú skipulagt fundi á landsbyggðinni undir yfirskriftinni Farsæld til framtíðar! í samvinnu við stofnanir og félagasamtök úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Fyrsti fundurinn verður á Akureyri laugardaginn 7. febrúar, kl. 12:30-15:00 í Brekkuskóla v/ Hrafnagilsstræti (fyrir ofan Akureyrarkirkju). Þar mun m.a. Páll Skúlason prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands flytja erindi um framtíð lýðræðis, en einnig verða mörg erindi um ýmsar atvinnugreinar á landsbyggðinni. Allir eru hjartanlega velkomnir á fundinn.

Dagskrá

Setning:
Ragnar Stefánsson, prófessor og varaformaður LBL setur fundinn og ýtir  fundaherferðinni úr vör.

Framsöguerindi:

Framtíð lýðræðis
Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Ný tækifæri í sjávarútvegi
Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Framtíð landbúnaðar – lífrænn iðnaður?
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Ný sköpun – Ný framtíð
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Ferðaþjónusta til farsældar
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamála við Háskólann á Hólum

Pallborðsumræða Í pallborði verða, auk frummælenda:
·       George Hollanders, leikfangasmiður
·       Hreiðar Þór Valtýsson, fiskifræðingur Háskólanum á Akureyri
·       Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Eyjafirði
·       Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi að Hléskógum
·       Sóley Björk Stefánsdóttir, háskólanemi í fjölmiðlafræði
·       Sigurbjörg Árnadóttir, verkefnisstjóri í nýsköpun í ferðamálum
·       Guðrún Þórsdóttir, nemandi við Myndlistaskólann á Akureyri

Stefnt er að því að framsöguerindi verði stutt, þannig að góður tími gefist til almennrar umræðu. Fundarstjóri er Rafn Arnbjörnsson, frjótæknir.