Kvöldvaka á Sauðfjársetri á Ströndum mánudagskvöldið 16. desember 2019. Yfirskrift hennar er Fagurfræði hversdagsins og þar verður sagt frá persónulegum heimildum frá 19. öld, bréfum og dagbókum!
Þau sem flytja erindi á kvöldvökunni eru Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur, Davíð Ólafsson sagnfræðingur, Jón Jónsson þjóðfræðingur og Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur.
Sauðfjársetrið hefur á boðstólum heitt súkkulaði, jólaköku og kleinur, til að maula á með fróðleiknum.
Kvöldvakan er haldin í samvinnu Sauðfjárseturs á Ströndum, Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu og Fjölmóðs – fróðskaparfélags á Ströndum. Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og Safnasjóði.