21/11/2024

Færð og veður

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er ófært norður í Árneshrepp og um Bjarnarfjarðarháls og þungfært í Bjarnarfjörð, en þar stendur mokstur yfir og einnig innansveitar í Árneshreppi. Hálkublettir eru frá Drangsnesi og suður Strandir. Veðurspáin segir að það verði suðvestan 5-10 m/s á Ströndum í dag, skýjað og smáél. Síðan lægir og léttir til í kvöld. Á morgun er spáð suðvestan 10-15 og slyddu. Minnkandi frost, hiti í kringum frostmarki síðdegis. Á miðvikudag til laugardag spáir norðvestanátt, snjókomu og frosti. Veturinn hefur annars verið einstaklega góður á Ströndum, þótt hann jafnist hvergi nærri á við veturna 1963-4 og 1928-9 sem voru einstakir.