Síðustu vikurnar hafa tveir ernir haldið að mestu til á Ströndum og kannað hvað sé ætilegt í fjörum í Steingrímsfirði og Kollafirði. Annar fuglinn, sá sem hér er á myndinni, er ungur, eins og sést á því hvað stélið er dökkt. Í gær var hann að flögra í kringum Sauðfjársetrið í Sævangi, hefur hugsanlega frétt af bolluhlaðborði sem þar var á boðstólum. Þá náðist þessi mynd sem er svo lítið úr fókus að það sést hluti af því sem stendur á merkjunum á össu, en nær allir ernir eru merktir sem ungar. Á hægri löppinni er rautt merki yfir bláu og sést að stendur 382 á bláa merkingu, en á dökklituðum merkjum á þeirri vinstri sést 1 fyrir ofan og C fyrir neðan. Myndina tók Jón Jónsson.